Beitukóngsveiðar eru hafnar í Breiðafirði á þessu hausti og er einn bátur, Garpur SH frá Grundarfirði, á veiðum. Aflinn hefur verið þokkalegur, að því er Ásgeir Valdimarsson skipstjóri segir í samtali við Fiskifréttir.
Beitukóngsveiðar hafa verið sveiflukenndar á undanförnum árum og ræðst það fyrst og fremst af óstöðugum markaði. Beitukóngurinn var aðallega seldur til Frakklands en sú sala stöðvaðist við efnahagshrunið og því þurfti að leita nýrra markaða. Varan fer nú fyrst og fremst til Bandaríkjanna og Asíu.
Nánar er fjallað um veiðar og vinnslu beitukóngs í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.