Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 1. nóvember í Valhöll á Eskifirði kl. 17-19 í dag. Fundarstjóri verður Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.

Samræðufundir á landsbyggðinni eru hluti verkefnisins Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti á laggirnar í maí sl. Tilgangur verkefnisins er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Síðustu tveir fundirnir í fundarröðinni verða í Vestmannaeyjum 8. nóvember og Akureyri 15. nóvember.