Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum (FÁBBR) í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum (BogH), gengstfyrir bátahátíð á Breiðafirði þann 5 júlí næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að alli bátar, ekki aðeins súðbyrðingar, séu velkomnir. Eru sem flestir hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um fallegt umhverfi.

„Í ár er gert ráð fyrir þægilegri og stuttri dagleið þannig að litlir bátar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum að taka þátt. Áætlunin er að sigla til Akureyja en Akureyjarbændur, Lilja Gunnarsdóttir og Birgir Bjarnason hafa verið svo vinsamleg að bjóða bátafólkið velkomið að stíga á land og skoða sig um,“ segir í tilkynningunni á vefsíðunni batasmidi.is.

Akureyjar voru kostajörð

Þá segir að gert sér ráð fyrir að þátttakendur safnist saman á Reykhólum á föstudaginn 1 júlí. Flóð séum klukkan 14.15 og þá sé gott að setja bátana niður í höfninni á Reykhólum, þaðan sem farið verði í siglinguna daginn eftir. Á laugardagsmorgun verði haldið frá Reykhólum um klukkan 10 og að gera megiráð fyrir að ferðin taki um 6-8 klukkustundir.

Um Akureyjar segir að þær sé eyjaklasi sem um fimm kílómetra úti fyrir Skarðsströnd og svipaða vegalengd frá Reykhólum, nokkru utan við mynni Gilsfjarðar.

„Á árunum 1907-1927 fengust af Akureyjum að meðaltali 50 kg. af hreinum dún, 30-40 vorkópar og svipuð tala af haustkópum, um 10 þúsund lunda kofur (pysjur) og 18-20 kýrfóður af töðu. Talnaglöggir geta reiknað hvað þetta er að núvirði en ljóst er að Akureyjar voru kostajörð,“ segir í tilkynningunni.

Vanir menn og björgunarsveitin með í för

Þá er bent á að vitanlega ráði aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingarnar verða og áætlunin geti því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verði undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.

„Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að allir þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum. Björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum, mun verða með í för með öflugan bát okkur til halds og trausts.“