Ekkert lát verður á þorskmokstrinum úr Barentshafinu á næsta ári, ef farið verður eftir ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Ráðið hefur nú sett fram veiðiráðgjöf sína fyrir Barentshafsþorsk á árinu 2014 sem hljóðar upp á 993.000 tonn.
Kvótinn á yfirstandandi ári er ein milljón tonna en ICES hafði ráðlagt 940.000 tonn.
Ýsustofninn í Barentshafi er hins vegar á niðurleið. ICES ráðleggur 150.000 tonna hámarksafla á næsta ári en kvótinn í ár er 200.000 tonn.
Ráðlagður ufsaafli á árinu 2014 er 140.000 tonn sem er samhljóða kvótanum fyrir þetta ár.
Þá hljóðar veiðiráðgjöf ICES í grálúðu í Barentshafi upp á 15.000 tonn á næsta ári en kvótinn í ár er 19.000 tonn.