Stjórn Stofnunar hafrannsókna- og umhverfismála í Bandaríkjunum (NOAA) taldi sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem því er lýst yfir að engar sannanir séu til staðari um tilvist mannlegra hafbúa eða hafmeyja.
Í sjónvarpsþættinum Mermaids (hafmeyjar) sem flokkast sem vísindaskáldskapur en settur fram sem heimildarmynd er því haldið fram að nýlega hafi fundist beinagrind af hafmeyju. Eftir að þátturinn var sýndur á sjónvarpsrásinni Animal Planet fyrir skömmu samfærðist fjöldi bandarískra áhorfenda um að tilvist hafmeyja og -manna væri staðreynd.
Eitt af markmiðum NOAA er að halda almenningum upplýstum um náttúru- og umhverfismál og taldi stjórn samtakana því nauðsynlegt að leiðrétta þennan misskilning.
Því skal þó haldið til haga að stofnunin lagði ekki fram nein gögn sem afsanna tilvist mannlegra hafbúa eins og marbendla sem víða er sagt frá í íslenskum þjóðsögum.