Á fyrstu tveim mánuðum ársins margfaldaðist sala á ferskri ýsu til Bandaríkjanna, miðað við sama tíma í fyrra.  Þeir keyptu mest allra þjóða af henni eða 41% af heildarútflutningnum, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Samhliða góðri magnaukningu jókst heildarútflutningsverðmæti mikið. Það skilaði nú 945 milljónum sem er tæpum 600 milljónum meira en á sama tímabili í fyrra.