Matís hrindir á morgun úr vör stóru verkefni úr ranni 8. rammaáætlunar Evrópu á sviði rannsókna og þróunar (Horizon 2020). Verkefnið snýst um framleiðslu sjávarafurða og hvernig bæta má samkeppnishæfni sjávarútvegsfyrirtækja á alþjóðamarkaði. Því er stjórnað af dr. Guðmundi Stefánssyni, fagstjóra á Matís og er styrkur Horizon 2020 vegna verkefnisins um 750 milljónir króna. Verkefnið er það þriðja á fáum árum sem Matís stjórnar á sviði virðiskeðju sjávarfangs innan Evrópu (EcoFishMan og MareFrame).

Markmið PrimeFish er greina helstu ástæður og koma með tillögur að úrbótum sem stuðla að aukinni nýsköpun og samkeppnishæfni og hvetja vöxt innan greinarinnar.

Sjá nánar á vef Matís.