Ástand fiskistofna á Íslandsmiðum er vel viðunandi, sagði Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar í morgun þegar hann kynnti veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Eins og fram kemur í annarri frétt hér á Fiskifréttavefnum gefur aflaregla í þorski 239 þús. tonn á næsta fiskveiðiári sem er 23 þús. tonn hærra en núverandi aflamark. Um aðrar tegundir er þetta að segja.
Ýsa – núverandi aflamark 30.400 tonn – ráðgjöf 36.400 tonn.
Gullkarfi – núver. aflamark 45.600 tonn – ráðgjöf 51.000 tonn.
Steinbítur – núver. veiðiráðgjöf 7.500 tonn – ráðgjöf 8.200 tonn.
Ufsi – núver. aflamark 58.000 – ráðgjöf 55.000 tonn.
Grálúða – núver. aflamark 25.000 tonn (í heild Ísland/Grænland/Færeyjar) – ráðgjöf 22.000 tonn.
Íslensk síld – núver. aflamark 82.000 tonn – ráðgjöf 71.000 tonn.
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.