Útflutningur sjávarafurða frá Kanada jókst um 11,9% á árinu 2014 miðað við árið á undan. Heildarútflutningurinn nam um 4,9 milljörðum kanadadollara (um 530 milljörðum ISK). Gail Shea, sjávarútvegsráðherra Kanada, greindi frá þessu á sjávarútvegssýningunni í Boston.
Sjávarafurðir frá Kanada fara á 136 markaðssvæði í heiminum. Megnið fer til Bandaríkjanna eða um 63%, að verðmæti um 3,1 milljarður kanadadollar. Mikil aukning varð á útflutningi til Evrópusambandsins, eða 24%. Þangað fóru afurðir fyrir 89 milljónir kanadadollara. Búist er við því að útflutningur sjávarafurða til ESB aukist mikið þegar viðskiptasamningur Kanada og ESB gengur í gildi þar sem tollar verða felldir niður.
Helstu útfluttar sjávarafurðir frá Kanada eru humar, krabbi, rækja og eldislax.
Frá þessu er greint á vef SeafoodSource .