Heildarbotnfiskafli færeyskra skipa í íslenskri lögsögu fyrstu fimm mánuðum ársins var 1.425 tonn samanborið við 979 tonn á sama tíma í fyrra. Aukningin er ríflega 45%. Þorskaflinn er kominn í 316 tonn miðað við 244 tonn á sama tíma í fyrra en veiðiheimild færeyskra skipa á yfirstandandi ári eru 1.200 tonn.

Alls voru átta færeysk línuskip að veiðum við Ísland í maímánuði.

Eitt færeyskt skip, Nordborg, var á síldveiðum í íslenskri lögsögu í maímánuði og fékk 2.930 tonn.

Eitt norskt skip var að veiðum hér við land í maí og veiddi það tæp 53 tonn af botnfiski samkvæmt aflatilkynningum til Landhelgisgæslunnar. Mest var um keilu í aflanum eða tæp 29 tonn og löngu, 74 tonn. Að auki var grænlenska skipið Polar nanoq á veiðum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.