Á undanförnum fimm árum hefur makrílafli Íslendinga vaxið úr rúmlega 4 þúsund tonnum árið 2006 í rúm 122 þúsund tonn síðasta sumar. Nú má vænta þess að makrílvertíðin hefjist í júní, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Eins og meðfylgjandi graf sýnir sem fengið er af vef Fiskistofu fór megnið af makrílnum í bræðslu fyrstu árin en á síðasta ári fóru um 60% aflans í frystingu, ýmist á sjó eða í landi.
Á undanförnum árum hefur smáræði af makríl veri ísað og flutt út í gámum, og eitthvað hafa menn reynt fyrir sér með að salta eða herða makrílinn. Þá má geta þess að í fyrra seldust tæp níu tonn til innanlandsneyslu.