Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á síðasta ári jukust mikið milli ára. Þar átti magnaukning stærstan hlut að máli. Ánægjulegt er að sjá að verðhækkun náðist í öllum þremur þáttunum í evrum talið, segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Fryst grásleppa skilaði 60% hærra útflutningsverðmætum, söltuð hrogn 34% og kavíar 21%. Heildarútflutningsverðmætið jókst um 37% í íslenskum krónum, en hækkun í evrum talið var 44%.