Hafrannsóknastofnun mun fá 120 milljón króna aukaframlag samkvæmt breytingartillögum fyrir 3. umræðu fjárlaga næsta árs til rannsókna og leitar að loðnu.
„Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í gær með fulltrúum stofnunarinnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fyrirkomulag loðnuleitar á næstu vikum og mánuðum,” segir í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. „Samstaða er um að leitin verði eins umfangsmikil og þörf er á enda miklir hagsmunir í húfi.“
Hafrannsóknastofnun greindi nú í vikunni frá því að ráðlögð loðnuveiði næsta árs verði ekki meiri en 21.800. Ráðgjöfin hafði þá breyst frá því í október, þegar engin veiði var ráðlögð þriðja árið í röð. Breytt ráðgjöf var ákveðin eftir að niðurstöður fengust úr aukaloðnuleiðangri sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fjármögnuðu.
Sjá nánar í tilkynningu frá ráðuneytinu.