„Þetta er heitasta stelpan á ballinu,“ segir Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi, um augað sem Maritech er langt komið með að þróa í samvinnu við fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi hér á landi og í Noregi og víðar.

„Við höfum ekki rekist á neinn sem er að gera akkúrat það sama og við. Það hafa nokkrir reynt, og gefist upp á því. Þess vegna eru þessi stóru fyrirtæki forvitin um tæknina, af því þau hafa verið að bíða eftir þessu frá öðrum aðilum.“

Maritech Eye er tæknilausn sem blóð, orma og los í fiski og á að geta metið hvort gæði flaka séu nógu góð til þess að þurfa ekki í snyrtingu. Nú þegar er verið að prófa þennan búnað og þróa um borð í frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE 13 og í fiskvinnslum Brims í Reykjavík og Samherja á Dalvík.

Grunngögn fyrir hafrannsóknir

Konrad segir augað frá Maritech nýta sér hyperspectraltækni, eða fjölrófsgreiningu, sem ekki takmarkast við litróf hins sýnilega ljóss heldur nær yfir miklu breiðara svið.

„Það er alls konar sjón í gangi á mörgum stöðum og þá sjáum við aðra hluti. Um borð í Guðmundi í Nesi erum við til dæmis að þjálfa augað í að þekkja mismunandi tegundir, og vonandi í framhaldinu að geta áætlað stærð og þyngd hvers fisks sem rennur undir skannann. Þar með getum við vitað svolítið meira um hvað er verið að veiða og við getum vitað ýmislegt um gæðin á fisknum. Fiskur getur til dæmis verið laus í sér ef það er hrygningartímabil. Síðan getur útgerðin deilt þessum upplýsingum með opinberum aðilum sem grunngögn í stofnstærðarútreikninga. Eitt af því sem er mest spennandi við þetta verkefni með Útgerðarfélagi Reykjavíkur er að þróa tækni sem ræður við þetta, og að nýta þessa tækni í það. Og það gengur bara mjög vel.“

Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi. Aðsend mynd
Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi. Aðsend mynd

Hann segir aðstæður um borð í skipi skapa mikið álag fyrir svona tæki.

„Aðstæður eru mjög blautar og erfiðar auðvitað, en augað virðist standa sig ágætlega og lifir þessar erfiðu aðstæður af. Þannig að það verkefni gengur vel og er í þróun.“

Framhjá snyrtiborðinu

Í vinnslunum hjá Brim og Samherja er síðan verið að prófa aðra hluti.

„Við erum við með tæki hjá Brim þar sem við erum að skanna flök. Þar höfum við aðallega verið að skanna eftir blóði eða ormum. Við erum líka að þróa algorithma sem getur greint los og það hefur gengið mjög vel. Við erum búnir að vera með tæki inni hjá þeim síðan í haust. Síðan erum við með tæki hjá Samherja í flakavinnslunni þar sem við erum líka að leita eftir flökum sem þurfa ekki snyrtingu, af því að virðisaukinn minnkar alltaf á snyrtiborðinu þegar flak er snyrt til. Ef það er stór hluti sem þarf ekki snyrtingu þá er bæði hægt að minnka vinnuálagið á snyrtiborðinu því það þarf ekkert að skera af flaki sem er í lagi, og það getur verið mikils virði fyrir fyrirtækið að geta fundið þau flök sem eru í lagi, til dæmis. Síðan eru alls konar atriði varðandi það að tala við skurðarvélar til þess að velja skurðarmynstur og svona,“ segir Konrad.

Laxinn í Noregi

„Í Noregi erum við líka að vinna með laxaframleiðendum, og þar erum við að horfa kannski á litinn á flakinu. Það skiptir máli í laxavinnslunum hversu mikið fituinnihald og vatnsinnihald er í flakinu, og hvort það eru melanínblettir sem koma út af fóðrinu. Hvort það eru einhver aðskotadýr, og slíka hluti. Við höfum bara talsvert góða reynslu af því í Noregi, en erum ekki komnir af stað í laxavinnslu hér á landi.“

Hann segir að í Noregi fari um 70% af öllum útfluttum fiski á einhverjum tímapunkti í gegnum Maritech lausnir. Vaxtarmöguleikarnir í Noregi eru því farnir verða takmarkaðir og því er fyrirtækið einnig að þreifa fyrir sér í Bandaríkjunum og Kanada.

Næstu skref

Þótt enn sé verið að prófa búnaðinn þá segir Konrad tækið sjálft tilbúið og næsta skref sé að fara í að meta hvers virði þessi tækni er.

„Ef þú tekur til dæmis ákveðið hlutfall af þorskflökum sem þurfa ekki að fara í gegnum vinnslulínuna þá er auðvelt að reikna sig fram, því hvað er snyrtilínan að kroppa mörg prósent að meðaltali af vigtinni? Þetta er svo dýrt hráefni að virðisaukinn getur hlaupið á hundruðum milljóna.“

Annar möguleiki er að vinnslurnar gefi upplýsingar til baka til skipa sinna um gæði hráefnisins sem kemur inn.

„Er til dæmis mikið blóð, og var þá halið of stórt eða var veitt of mikið á grunnsævi og þess vegna mikið af ormum. Þannig að þú getur byrjað þetta samtal innan dyra hjá þér í þínu fyrirtæki.“

Ört vaxandi fyrirtæki

Maritech er 45 ára gamalt norskt fyrirtæki sem hefur alla tíð einbeitt sér að hugbúnaði og tækni fyrir sjávarútveginn. Sögulega tengist félagið Íslandi með ýmsum hætti, meðal annars vegna þess að Maritech var lengi vel umboðsaðili Marels í Noregi. Eigendaskipti hafa verið nokkur í gegnum tíðina en fyrirtækið er nú í eigu Ferd fjölskyldunnar sem hefur Þau hafa staðið við bakið á nýrri vegferð hjá fyrirtækinu að færa allar hugbúnaðarlausnir í skýjalausnir og þróa tæki sem heitir Maritech Eye. Fyrirtækið er nú í örum vexti og leitar þar út fyrir landsteinana, enda er það svo stórt á landsvísu í Noregi að stækkunarmöguleikar eru farnir að verða takmarkaðir.

„Þetta er heitasta stelpan á ballinu,“ segir Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi, um augað sem Maritech er langt komið með að þróa í samvinnu við fyrirtæki í sjávarútvegi og fiskeldi hér á landi og í Noregi og víðar.

„Við höfum ekki rekist á neinn sem er að gera akkúrat það sama og við. Það hafa nokkrir reynt, og gefist upp á því. Þess vegna eru þessi stóru fyrirtæki forvitin um tæknina, af því þau hafa verið að bíða eftir þessu frá öðrum aðilum.“

Maritech Eye er tæknilausn sem blóð, orma og los í fiski og á að geta metið hvort gæði flaka séu nógu góð til þess að þurfa ekki í snyrtingu. Nú þegar er verið að prófa þennan búnað og þróa um borð í frystitogaranum Guðmundi í Nesi RE 13 og í fiskvinnslum Brims í Reykjavík og Samherja á Dalvík.

Grunngögn fyrir hafrannsóknir

Konrad segir augað frá Maritech nýta sér hyperspectraltækni, eða fjölrófsgreiningu, sem ekki takmarkast við litróf hins sýnilega ljóss heldur nær yfir miklu breiðara svið.

„Það er alls konar sjón í gangi á mörgum stöðum og þá sjáum við aðra hluti. Um borð í Guðmundi í Nesi erum við til dæmis að þjálfa augað í að þekkja mismunandi tegundir, og vonandi í framhaldinu að geta áætlað stærð og þyngd hvers fisks sem rennur undir skannann. Þar með getum við vitað svolítið meira um hvað er verið að veiða og við getum vitað ýmislegt um gæðin á fisknum. Fiskur getur til dæmis verið laus í sér ef það er hrygningartímabil. Síðan getur útgerðin deilt þessum upplýsingum með opinberum aðilum sem grunngögn í stofnstærðarútreikninga. Eitt af því sem er mest spennandi við þetta verkefni með Útgerðarfélagi Reykjavíkur er að þróa tækni sem ræður við þetta, og að nýta þessa tækni í það. Og það gengur bara mjög vel.“

Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi. Aðsend mynd
Konrad Olavsson, framkvæmdastjóri Maritech á Íslandi. Aðsend mynd

Hann segir aðstæður um borð í skipi skapa mikið álag fyrir svona tæki.

„Aðstæður eru mjög blautar og erfiðar auðvitað, en augað virðist standa sig ágætlega og lifir þessar erfiðu aðstæður af. Þannig að það verkefni gengur vel og er í þróun.“

Framhjá snyrtiborðinu

Í vinnslunum hjá Brim og Samherja er síðan verið að prófa aðra hluti.

„Við erum við með tæki hjá Brim þar sem við erum að skanna flök. Þar höfum við aðallega verið að skanna eftir blóði eða ormum. Við erum líka að þróa algorithma sem getur greint los og það hefur gengið mjög vel. Við erum búnir að vera með tæki inni hjá þeim síðan í haust. Síðan erum við með tæki hjá Samherja í flakavinnslunni þar sem við erum líka að leita eftir flökum sem þurfa ekki snyrtingu, af því að virðisaukinn minnkar alltaf á snyrtiborðinu þegar flak er snyrt til. Ef það er stór hluti sem þarf ekki snyrtingu þá er bæði hægt að minnka vinnuálagið á snyrtiborðinu því það þarf ekkert að skera af flaki sem er í lagi, og það getur verið mikils virði fyrir fyrirtækið að geta fundið þau flök sem eru í lagi, til dæmis. Síðan eru alls konar atriði varðandi það að tala við skurðarvélar til þess að velja skurðarmynstur og svona,“ segir Konrad.

Laxinn í Noregi

„Í Noregi erum við líka að vinna með laxaframleiðendum, og þar erum við að horfa kannski á litinn á flakinu. Það skiptir máli í laxavinnslunum hversu mikið fituinnihald og vatnsinnihald er í flakinu, og hvort það eru melanínblettir sem koma út af fóðrinu. Hvort það eru einhver aðskotadýr, og slíka hluti. Við höfum bara talsvert góða reynslu af því í Noregi, en erum ekki komnir af stað í laxavinnslu hér á landi.“

Hann segir að í Noregi fari um 70% af öllum útfluttum fiski á einhverjum tímapunkti í gegnum Maritech lausnir. Vaxtarmöguleikarnir í Noregi eru því farnir verða takmarkaðir og því er fyrirtækið einnig að þreifa fyrir sér í Bandaríkjunum og Kanada.

Næstu skref

Þótt enn sé verið að prófa búnaðinn þá segir Konrad tækið sjálft tilbúið og næsta skref sé að fara í að meta hvers virði þessi tækni er.

„Ef þú tekur til dæmis ákveðið hlutfall af þorskflökum sem þurfa ekki að fara í gegnum vinnslulínuna þá er auðvelt að reikna sig fram, því hvað er snyrtilínan að kroppa mörg prósent að meðaltali af vigtinni? Þetta er svo dýrt hráefni að virðisaukinn getur hlaupið á hundruðum milljóna.“

Annar möguleiki er að vinnslurnar gefi upplýsingar til baka til skipa sinna um gæði hráefnisins sem kemur inn.

„Er til dæmis mikið blóð, og var þá halið of stórt eða var veitt of mikið á grunnsævi og þess vegna mikið af ormum. Þannig að þú getur byrjað þetta samtal innan dyra hjá þér í þínu fyrirtæki.“

Ört vaxandi fyrirtæki

Maritech er 45 ára gamalt norskt fyrirtæki sem hefur alla tíð einbeitt sér að hugbúnaði og tækni fyrir sjávarútveginn. Sögulega tengist félagið Íslandi með ýmsum hætti, meðal annars vegna þess að Maritech var lengi vel umboðsaðili Marels í Noregi. Eigendaskipti hafa verið nokkur í gegnum tíðina en fyrirtækið er nú í eigu Ferd fjölskyldunnar sem hefur Þau hafa staðið við bakið á nýrri vegferð hjá fyrirtækinu að færa allar hugbúnaðarlausnir í skýjalausnir og þróa tæki sem heitir Maritech Eye. Fyrirtækið er nú í örum vexti og leitar þar út fyrir landsteinana, enda er það svo stórt á landsvísu í Noregi að stækkunarmöguleikar eru farnir að verða takmarkaðir.