Um átta hundruð eldislaxar ganga nú lausir eftir að hafa sloppið frá stöð fiskeldisfyrirtækisins Cermaq í Rypefirði utan við Hammerfest nyrst í Noregi.
Að sögn norska ríkisútvarpsins slapp lax í þegar verið var að flytja hann upp á land. Brestur kom kom í leiðslu sem laxinn var fluttur um. Hefur fréttastofa NRK eftir Gunnari Braga Guðmundssyni, svæðisstjóri hjá Cermaq, að hann sé leiður vegna atviksins og að það hafi aldrei átt að gerast.
Þegar rætt var við Gunnar Braga hafði ekki skýringar á því hvers vegna leiðslan gaf sig. „Það er áfall fyrir okkur að þetta hafi gerst,“ er haft eftir honum.
Ekki óvanalegt í Noregi
Anders Tandberg, sem er starfandi umhverfisstjóri í Troms og Finnmörku, segir við NRK að öll slík strok séu alvarleg. „Laxastrok og laxalús er tvær stærstu ógnirnar við villta Atlantshafslaxinn,“ segir hann.
Þá kemur fram að slík strok eldislaxa séu alls ekki óvanaleg í Noregi. Vísað er í tölur Hafrannsóknastofnunar þar í landi sem segir yfir 90 þúsund eldislaxa hafa sloppið út í náttúruna í fyrra.