Hákarlaveiði á línu við landið hefur verið sáratreg síðustu árin og því hlýtur það að teljast til tíðinda að áhöfn eins og sama bátsins, Eddu NS, skuli hafa landað átján hákörlum á Vopnafirði á tveimur vikum nú í júnímánuði.

Fimmtán af þessum átján hákörlum voru mjög stórir og líklega af stærstu gerð en hinir þrír vorum minni en ágætir samt,“ sagði Hreinn Björgvinsson skipstjóri í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í Fiskifréttum.