Arthur Bogason hefur verið sæmdur nafnbótinni heiðursfélagi Landssambands smábátaeigenda fyrir störf sín í þágu smábátaútgerðar á Íslandi.
Þetta var tilkynnt á aðalfundi LS sem nú stendur yfir. Á fundinum er þess jafnframt minnst að í desember næstkomandi eru 30 ár liðin frá stofnun LS.
Arthur var aðalhvatamaður að stofnun Landssambands smábátaeigenda og formaður þess frá stofnun fram til 2013 og alla tíð ötull baráttumaður fyrir hagsmunum smábátaeigenda.