Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda hf., lést í gær 80 ára að aldri.
Árið 1988 stóð Árni fyrir kaupum fjögurra fyrirtækja á Granda hf. af Reykjavíkurborg. Um þetta leyti áraði illa í sjávarútvegi og hafði rekstur félagsins ekki gengið sem skyldi. Við eigendaskiptin tók Árni að sér stjórnarformennsku í Granda hf. og sinnti henni þar til yfir lauk.
Árni sinnti fjölmörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum bæði fyrir einkaaðila og hið opinbera. Hann var prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1961-1998.