Fish&chips staðir í Bretlandi selja um 25% af öllum hvítfiski sem Bretinn sporðrennir og um 10% af öllum kartöflum sem neytt er í landinu.
Þessar upplýsingar komu fram þegar hin árlegu verðlaun fyrir besta fish&chips staðinn í Bretlandi voru veitt fyrri skömmu. Það var skoski staðurinn, The Bay Fish&Chips í Aberdeensýslu í Skotlandi, sem hreppti þessi eftirsóttu verðlaun, eins og áður hefur verið greint frá hér á vefnum.
Bretar láta sér annt um fish&chips enda er þessi þjóðarréttur þeirra seldur á um 10 þúsund stöðum og árleg velta þeirra nemum um 1,2 milljörðum punda, eða um 245 milljörðum ISK.
Þess má geta að á fyrstu 11 mánuðum ársins 2012 nam útflutningur allra sjávarafurða frá Íslandi um 252 milljörðum króna.