Árið byrjar með látum því togarnir hafa mokveitt þorsk fyrir utan Vestfirðina og úti fyrir Norðurlandi, segir á vefnum aflafrettir.com

Árbakur EA landað t.d. 160 tonnum eftir einungis 4 daga á veiðum sem gerir um 40 tonn á dag að meðaltali. Kaldbakur EA gerði enn betur. Hann var líka rúma 4 daga á veiðum og kom með 200 tonn að landi. Þessi afli gerir hátt í 50 tonn á dag að meðaltali sem er alger mokafli.

Sjá nánar um veiðar togaranna á: http://www.aflafrettir.com/