Árið 2009 var mjög gott humarár. Það jafnast þó ekki á við toppárin tvö þar á undan hvað meðalafla á sóknareiningu varðar, að því er Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Fiskifréttir.

Hrafnkell hefur tekið saman humarafla 2009 eftir veiðisvæðum samkvæmt afladagbókum. Heildarhumaraflinn 2009 varð 2.465 tonn sem er mjög góður afli. Þar af veiddist mest suðvestanlands, um 1.130 tonn. Megnið af þeim afla fékkst sunnan og norðan við Eldeyna, eða um 700 tonn. Rúm 300 tonn veiddust í Jökuldýpinu og tæp 100 tonn á Selvogsleirnum.

Á Vestmanneyjasvæðinu og Selvogsbankanum veiddust 470 tonn. Á suðausturmiðum veiddust 860 tonn, mest í Skeiðarárdýpi og í Meðallandsbugtinni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.