Enn einn fundurinn í makríldeilunni var haldinn í þessari viku, að þessu sinni í London, en árangur varð enginn frekar en fyrri daginn.
Á fyrri stigum komu Noregur, ESB og Færeyjar sér saman um að heildarkvótinn á árinu 2016 skyldi verða 895.000 tonn og hafa þessir aðilar „skilið eftir“ 15,6% fyrir önnur lönd til að skipta með sér. Þessi önnur lönd eru Ísland, Rússland og Grænland. Þessi prósentutala samsvarar 140.000 tonnum en Ísland eitt setti sér 173.000 tonna kvóta á yfirstandandi ári.
Nú reyna veiðiríkin að ná samkomulagi um kolmunna og norsk-íslenska síld og fer fundurinn einnig fram í London.
Færeyska útvarpið skýrir frá þessu.