Rússar eru ekki aðilar að samkomulagi Íslands, Grænlands, Færeyja og ESB um niðurskurð úthafskarfakvótans úr 57.000 tonnum á síðasta ári í 38.000 tonn á þessu ári. Ef Rússar veiða jafnmikið og í fyrra stefnir í yfir 50.000 tonna veiði í ár.
,,Það ræðst af viðbrögðum Rússa hver árangurinn af samkomulaginu verður. Þeir létu ekki svo lítið að senda fulltrúa til fundarins sem ég tel afar ámælisvert í svona mikilvægu máli. Það er mjög brýnt að Rússar dragi úr veiðum sínum eins og aðrir og gerist aðilar að þessu samkomulagi,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ í samtali við Fiskifréttir.
Sjá nánar um úthafskarfann og ástand hans í nýjustu Fiskifréttum.