Frá áramótum til septemberloka fluttu Norðmenn út 121.000 tonn af heilfrystum hvítfiski, þar af voru 58.000 tonn send til Kína þar sem fiskurinn fer í vinnslu og ratar síðan inn á vestrænan markað á ný. Um er að ræða þorsk, ýsu og ufsa.
Samkvæmt tölum norsku hagstofunnar jókst útflutningur á heilfrystum hvítfiski um 18.000 tonn á þessu tímabili miðað við sama tíma í fyrra og fóru 14.000 tonn af aukningunni til Kína.
Frá þessu er skýrt á norska vefnum kystogfjord.no