Netaralli Hafrannsóknastofnunar er lokið. Aflinn var mjög góður á flestum svæðum en heldur minni en í fyrra sem var metár, að því er Valur Bogason, verkefnastjóri netarallsins, sagði í samtali við Fiskifréttir. Rallið í ár er þó hið annað besta frá upphafi.
Rallið hófst í byrjun apríl og tóku sex bátar þátt í því vítt og breitt við landið. Á flestum svæðum var ágætisveður allan tímann og tókst því að ljúka rallinu á rúmum hálfum mánuði. Alls veiddust um 850 tonn af þorski.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.