Talsverður leki kom að vélarúmi Jökuls ÞH fyrir skemmstu þegar skipið var við veiðar í Húnaflóa. Haft var samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Drangsnesi, Skagaströnd og Siglufirði voru þegar í stað kölluð út á mesta forgangi. Fjórtán voru um borð í fiskiskipinu og hæglætisveður var á svæðinu.

Áhöfn fiskiskipsins tókst að koma vélum þess í gang og það sigldi því fyrir eigin vélarafli til hafnar. Allt fór því á besta veg en atvikið sýnir með augljósum hætti kosti nýju björgunarskipa Landsbjargar.

Siglingaleið Húnabjargar, björgunarbátsins á Skagaströnd, að Jökli var 30 sjómílur en siglingaleið Sigurvins frá Siglufirði tæpar 60 sjómílur. Björgunarskipin komu á svipuðum tíma að Jökli en Sigurvin þó fyrr. Sigurvin var siglt fyrir fullu afli í upphafi ferðar og síðan var slegið af þegar í ljós kom að dælur um borð í Jökli hefðu undan. Í upphafi var Sigurvin siglt á yfir 30 hnútum en fór síðan niður í sparneytnari keyrslu á 24-25 hnútum. Húnabjörgin var keyrð allan tímann fyrir 100% afli og rétt náði 14 hnútum.

Sigurvin.
Sigurvin.

Viðbragðstími sem skiptir öllu máli

„Hefðu dælur ekki haft undan og allt farið á versta veg á Jökli þá skiptir þessi hraði nýju skipanna öllu máli. Ákjósanlegast væri að sjálfsögðu að það væri líka nýtt björgunarskip á Skagaströnd sem væri helmingi fyrr á útkallsstað,“ segir Björn Jóhann Gunnarsson, verkefnisstjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörgu.

Kjölur hefur verið lagður að fjórða nýja björgunarskipinu hjá KewaTec í Finnlandi. Gert er ráð fyrir því að það verði afhent björgunarsveitinni Lífsbjörg í Rifi á haustmánuðum 2024. Það leysir af hólmi eldra björgunarskip sem heitir Björg.

Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík tók á móti nýju björgunarskipi, Jóhannesi Briem, um miðjan síðasta mánuð og var það þriðja björgunarskipið í endurnýjunarfasa Landsbjargar. Eldra björgunarskip sem fyrir var í Reykjavík, Ásgrímur S. Björnsson, er nú komið til Sandgerðis til afnota fyrir björgunarsveitina Sigurvon, en Landsbjörg hefur selt Hannes Þ. Hafstein sem var áður í Sandgerði, til Grænlands. Kaupandi bátsins er Sigurður Pétursson, einnig þekktur sem Ísmaðurinn, skipstjóri í Kuummiut sem hefur búið í Grænlandi um margra ára skeið.

Talsverður leki kom að vélarúmi Jökuls ÞH fyrir skemmstu þegar skipið var við veiðar í Húnaflóa. Haft var samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Drangsnesi, Skagaströnd og Siglufirði voru þegar í stað kölluð út á mesta forgangi. Fjórtán voru um borð í fiskiskipinu og hæglætisveður var á svæðinu.

Áhöfn fiskiskipsins tókst að koma vélum þess í gang og það sigldi því fyrir eigin vélarafli til hafnar. Allt fór því á besta veg en atvikið sýnir með augljósum hætti kosti nýju björgunarskipa Landsbjargar.

Siglingaleið Húnabjargar, björgunarbátsins á Skagaströnd, að Jökli var 30 sjómílur en siglingaleið Sigurvins frá Siglufirði tæpar 60 sjómílur. Björgunarskipin komu á svipuðum tíma að Jökli en Sigurvin þó fyrr. Sigurvin var siglt fyrir fullu afli í upphafi ferðar og síðan var slegið af þegar í ljós kom að dælur um borð í Jökli hefðu undan. Í upphafi var Sigurvin siglt á yfir 30 hnútum en fór síðan niður í sparneytnari keyrslu á 24-25 hnútum. Húnabjörgin var keyrð allan tímann fyrir 100% afli og rétt náði 14 hnútum.

Sigurvin.
Sigurvin.

Viðbragðstími sem skiptir öllu máli

„Hefðu dælur ekki haft undan og allt farið á versta veg á Jökli þá skiptir þessi hraði nýju skipanna öllu máli. Ákjósanlegast væri að sjálfsögðu að það væri líka nýtt björgunarskip á Skagaströnd sem væri helmingi fyrr á útkallsstað,“ segir Björn Jóhann Gunnarsson, verkefnisstjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörgu.

Kjölur hefur verið lagður að fjórða nýja björgunarskipinu hjá KewaTec í Finnlandi. Gert er ráð fyrir því að það verði afhent björgunarsveitinni Lífsbjörg í Rifi á haustmánuðum 2024. Það leysir af hólmi eldra björgunarskip sem heitir Björg.

Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík tók á móti nýju björgunarskipi, Jóhannesi Briem, um miðjan síðasta mánuð og var það þriðja björgunarskipið í endurnýjunarfasa Landsbjargar. Eldra björgunarskip sem fyrir var í Reykjavík, Ásgrímur S. Björnsson, er nú komið til Sandgerðis til afnota fyrir björgunarsveitina Sigurvon, en Landsbjörg hefur selt Hannes Þ. Hafstein sem var áður í Sandgerði, til Grænlands. Kaupandi bátsins er Sigurður Pétursson, einnig þekktur sem Ísmaðurinn, skipstjóri í Kuummiut sem hefur búið í Grænlandi um margra ára skeið.