Veiðar á villtum laxi í Alaska skiluðu 534 milljónum USD (60 milljörðum ISK) á þessu ári. Þetta eru mestu verðmæti í laxveiðum í 18 ár.
Þrátt fyrir mikið og vaxandi framboð af eldislaxi hefur verð ekki lækkað á villtum laxi. Mismunandi tegundir laxa eru veiddar við Alaska og fékkst hærra verð fyrir þær allar í ár en árið 2009. Verð á laxi hefur hækkað smátt og smátt frá árinu 2002.
Að sögn sérfræðinga er ástæðan fyrir þessum verðhækkunum vaxandi meðvitund neytenda um það að villtur fiskur sé heilnæmari en eldisfiskur.
Heimild: www.fis.com