Stjórnendur vinnslu og veiða á laxi í Alaska hafa kosið að fara sömu leið og Íslendingar og taka upp eigið vottunarkerfi fyrir laxinn.

Laxveiðar í sjó eru gríðarlega umfangsmiklar við Alaska. Þar veiðast að jafnaði um 200 milljónir laxa á ári og vegur aflinn liðlega 400 þúsund tonn.

Áætlað er að verðmæti laxaframleiðslunnar muni nema jafnvirði 62 milljarða íslenskra króna á þessu ári.

Nánar um málið í Fiskifréttum.