Nýsmíðin Akurey AK-10 kemur til heimahafnar á Akranesi í fyrramálið. Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Istanbul Tyrklandi. Áður hafði Celikstrans smíðað uppsjávarskipin Venus NS og Víking AK fyrir félagið.
Smíði Akureyjar hófst síðastliðinn vetur. Smíði ýmissa stálhluta eða svokallaðra blokka hófst um haustið 2015 en kjölur var formlega lagður að skipinu snemma árs 2016.
Akurey er 54.75 m á lengd og 13,5 m á breidd. Stærð á lest er 815 rúmmetrar og stærð aðalvélar 1.799 kW. Klefar eru fyrir 17 manna áhöfn. Allir eru þeir eins manns utan einn sem er stærri.
Eftir heimkomuna verður settur ýmiss búnaður í borð um skipið, þar á meðal mjög fullkominn kælibúnaður frá Skaganum á Akranesi.
Sjá myndband af skipinu og búnaði hér .