Frá því fyrst varð vart við var við sæsnigilinn svartserk hér við land í Sandgerði 2020 og síðar í Fossvogi hefur hann teygt anga sína sífellt norður með Vesturlandi.
þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að ekki sé vitað hvaða áhrif svartserkur muni hafa á lífríkið í fjörum við landið. Fróðlegt verði að fylgjast með hvernig tegundinni reiðir af.
„Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Svartserkur er sæsnigill sem ber fræðiheitið Melanochlamys diomedea. Áður hafði hann einungis fundist í Kyrrahafi og eini fundarstaðurinn utan þess er á Íslandi,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Þá segir að fyrst hafi orðið vart við eggjasekkina, sem séu frekar stórir og áberandi árið 2020 í Sandgerði og síðar sáust þeir í Fossvogi. „Í júní 2022 fundust eggjasekkir við innanverðan Breiðafjörð en það var svo í ágúst 2023 sem fyrstu dýrin fundust í Breiðafirði. Greint var frá þessum merka fundi á Líffræðiráðstefnunni síðastliðið haust og nú í júní 2024 kom út vísindagrein um þessa nýju fjörulífveru (sjá hér).“
Nú hafa bæst við all margir fundarstaðir bæði við Faxaflóa og víða í Breiðafirði, meðal annars í Hvallátrum. Óskar Hafrannsóknastofnunr eftir upplýsingum um frekari útbreiðslu tegundarinnar.
„Í byrjun ágúst voru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar staddir í Dýrafirði, nánar tiltekið í botni Dýrafjarðar þegar þeir rákust á eggjasekki og dýr. Eins fundust svartserkir og egg í Arnarfirði og á Barðaströnd. Nyrsta þekkta útbreiðsla svartserks er því Dýrafjörður en trúlega er hann að finna víðar á Vestfjörðum.
Svartserkur hefur aðallega fundist á skjólsælum leirum. Dýrin ferðast um hulin seti og því getur verið erfitt að koma auga á þau, en eggjasekkina er auðvelt að sjá. Hvaða áhrif þessi nýja tegund hefur á lífríkið í fjörum við landið er ekki vitað en fróðlegt verður að fylgjast með hvernig tegundinni reiðir af,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Frá því fyrst varð vart við var við sæsnigilinn svartserk hér við land í Sandgerði 2020 og síðar í Fossvogi hefur hann teygt anga sína sífellt norður með Vesturlandi.
þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar. Þar segir að ekki sé vitað hvaða áhrif svartserkur muni hafa á lífríkið í fjörum við landið. Fróðlegt verði að fylgjast með hvernig tegundinni reiðir af.
„Svartserkur er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Svartserkur er sæsnigill sem ber fræðiheitið Melanochlamys diomedea. Áður hafði hann einungis fundist í Kyrrahafi og eini fundarstaðurinn utan þess er á Íslandi,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.
Þá segir að fyrst hafi orðið vart við eggjasekkina, sem séu frekar stórir og áberandi árið 2020 í Sandgerði og síðar sáust þeir í Fossvogi. „Í júní 2022 fundust eggjasekkir við innanverðan Breiðafjörð en það var svo í ágúst 2023 sem fyrstu dýrin fundust í Breiðafirði. Greint var frá þessum merka fundi á Líffræðiráðstefnunni síðastliðið haust og nú í júní 2024 kom út vísindagrein um þessa nýju fjörulífveru (sjá hér).“
Nú hafa bæst við all margir fundarstaðir bæði við Faxaflóa og víða í Breiðafirði, meðal annars í Hvallátrum. Óskar Hafrannsóknastofnunr eftir upplýsingum um frekari útbreiðslu tegundarinnar.
„Í byrjun ágúst voru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar staddir í Dýrafirði, nánar tiltekið í botni Dýrafjarðar þegar þeir rákust á eggjasekki og dýr. Eins fundust svartserkir og egg í Arnarfirði og á Barðaströnd. Nyrsta þekkta útbreiðsla svartserks er því Dýrafjörður en trúlega er hann að finna víðar á Vestfjörðum.
Svartserkur hefur aðallega fundist á skjólsælum leirum. Dýrin ferðast um hulin seti og því getur verið erfitt að koma auga á þau, en eggjasekkina er auðvelt að sjá. Hvaða áhrif þessi nýja tegund hefur á lífríkið í fjörum við landið er ekki vitað en fróðlegt verður að fylgjast með hvernig tegundinni reiðir af,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.