Það lyftist brúnin á síldarsjómönnum í fyrradag þegar skyldilega gaus upp mokveiði í Grundarfirði eftir margra vikna ládeyðu. Ekki virðist það þó hafa verið fyrirboði um að síldin væri farin að ganga inn í ríkum mæli því aftur er komin sama daufa veiðin og fyrr á miðunum í Breiðafirði, að því er Guðlaugur Jónssson skipstjóri á Ingunni AK tjáði Fiskifréttum um hádegisbil í dag.

„Það fengu þrír bátar einhver afla í gær en síðan ekki söguna meir. Það er ekkert að hafa í Grundarfirði lengur. Af þeim fimm síldarbátum sem eru hér á miðunum í dag hefur aðeins einn fundið sér torfu til að kasta á og það var í Kolgrafafirðinum. Við hinir erum bara að leita,“ sagði Guðlaugur.