Í lok september hafði Landsbankinn fært niður skuldir fyrirtækja um 390 milljarða króna, þar af 30 milljarða vegna sjávarútvegsfyrirtækja. Afskriftir eru einna minnstar af lánum sjávarútvegsins hlutfallslega.
Landsbankinn er stærsti sjávarútvegsbanki landsins. Um 30% af öllum lánum bankans til fyrirtækja eru til sjávarútvegs. Afskriftir vegna sjávarútvegsfyrirtækja eru hins vegar 7,6% af heildarafskriftum fyrirtækjalána hjá bankanum.
Þetta kom fram í erindi Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.