Gríðarlegur aflasamdráttur varð í Perú á síðasta ári miðað við fyrra ár. Alls var landað 3,5 milljónum tonna af fiski samanborið við 6 milljónir tonna árið áður.

Ástæðan er sú að enginn kvóti á ansjósu var gefinn út fyrir haustvertíðina vegna þess að fiskurinn fannst ekki við mælingu. Þetta hefur haldið uppi háu verði á mjöli og lýsi á heimsmarkaði.