Afli skal vera undir 4°C þegar honum er landað en svo er ekki í öllum tilvikum yfir sumarið, samkvæmt mælingum Matvælastofnunar í júní. Meðalhitastig afla reyndist 3,2°C, og voru 70% innan við 4°C.
Í júní fóru fram hitastigsmælingar á afla 240 báta. Mælingarnar voru alls 548 og fóru fram víðs vegar um landið. Um 90% bátanna voru á strandveiðum og tæp 88% mælinga voru á afla strandveiðibáta.
Skipting milli íss og krapa sem kælimiðils var nokkuð jöfn en 7% bátanna komu með ókældan fisk að landi. Meðalhiti þess afla sem kældur var með krapa var 2,2°C, þess sem kældur var með ís 3,5°C og meðalhiti á ókældum fiski var 8,2°C.
Hæsti meðalhiti mældist hjá bátum sem lönduðu í Stykkishólmi 4,1°C og 3,9°C í Sandgerði.

Sjá nánar: http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2013/07/10/Afli-skal-vera-undir-4C-thegar-honum-er-landad/