Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 106 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2009 samanborið við 91 milljarð yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða eða 16,6% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 10,4 milljörðum króna en var 11,3 milljarðar í nóvember 2008.
Aflaverðmæti botnfisks var í lok nóvember orðið tæpir 75 milljarðar króna á árinu sem er aukning um 16% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam rúmum 64 milljörðum.
Verðmæti þorskafla var 33,2 milljarðar og jókst um 12% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam rúmum 14 milljörðum, sem er 1,1% aukning milli ára.
Verðmæti karfaaflans nam 9,1 milljarði sem er rúmlega 9% aukning frá fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008. Verðmæti ufsaaflans nam 6,7 milljörðum, jókst um 18% milli ára og verðmæti annars botnfisksafla jókst í heild um 37% miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins 2008.
Nánari upplýsingar eru á vef Hagstofunnar, HÉR