Óhætt er segja að árið 2011 hafi verið gjöfult íslenska uppsjávarveiðiflotanum. Aflaverðmæti 24 skipa nam alls tæplega 38 milljörðum króna eða 11 milljörðum meira en árið á undan.

Þetta kemur fram í samantekt Fiskifrétta sem unnin er upp úr nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands um afla og aflaverðmæti á árinu 2011.

Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði mestu aflaverðmæti eða 4,3 milljörðum og Aðalsteinn Jónsson SU 3,5 milljörðum.

Sjá ítarlega úttekt á afla og aflaverðmæti uppsjávarflotans í nýjustu Fiskifréttum.