Afli smábáta á síðasta fiskveiðiári nam um 81 þúsund tonni. Aflaverðmæti þeirra var um 23 milljarðar en þá tölu má tvöfalda til að finna útflutningsverðmæti.

Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun Fiskifrétta um aðalfund Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í síðustu viku.

Alls eru 1.085 bátar á bakvið þessi 81 þúsund tonn, 603 í krókaaflamarki og140 í aflamarki. Um 630 bátar voru á strandveiðum þar af 342 bátar sem flokkast sem hreinir strandveiðibátar.

Smábátarnir veiddu rúm 50 þúsund tonn af þorski sem er 23,4% af veiðinni í íslenskri lögsögu. Þeir veiddu 10.340 tonn af ýsu sem er 31% af heildinni. Þá veiddu trillukarlar 49% af steinbít á Íslandsmiðum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

Sjá einnig á vef Landssambands smábátaeigenda:

Samþykktir 31. aðalfundar LS

Halldór Ármannsson formaður, setningarræða

Örn Pálsson framkvæmdastjóri, skýrsla til aðalfundar

Örn Pálsson, glærur með ræðu