Í júní var aflaverðmæti íslenskra skipa um 11,7% hærra en í júní 2013, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. . Aukin veiði var í botnfiski og verðmæti uppsjávarafla jókst verulega frá fyrra ári. Heildarverðmæti skelfisksafla var lægra en í júní í fyrra, þar vegur minni rækjuafli mest.
Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá júlí 2013 til júní 2014 dróst saman um 10,7% miðað við sama tímabil ári áður. Landanir sjávarafla til bræðslu erlendis voru ekki á tímabilinu. Sjá nánar HÉR .