Fiskveiðifloti Evrópusambandsríkjanna veiddi 4.669 þúsund tonn á árinu 2011. Aflaverðmætið nam  jafnvirði um eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að íslenski fiskiskip veiddu 1.149 þúsund tonn af fiski á þessu sama ári og var aflaverðmætið 153 milljarðar.

Í nýrri skýrslu kemur fram að í ESB-flotanum séu skráð 82.000 fiskiskip og bátar, þar af 27.400 skip yfir 12 metrum að stærð. Rúmur helmingur af heildarfjölda fiskimanna starfar á þessum skipum og þau skiluðu að landi 86% fiskaflans og 80% heildarverðmætanna.

Meðalarðsemi í rekstri flotans jókst úr einu prósenti í sex prósent milli áranna 2008-2011. Í sex löndum, þar sem 45% flotans eru gerð út, voru rekstrarniðurstöður hins vegar neikvæðar.

Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá þessu.