Verðmæti landaðs afla við fyrstu sölu í janúar 2024 var rúmlega 11 milljarðar króna en var rúmir 17 milljarðar í janúar á síðasta ári. Á tólf mánaða tímabilinu frá febrúar 2023 til janúar 2024 var aflaverðmæti um 212 milljarðar króna sem er 1% minna en á sama tímabili ári áður. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu Íslands.