Áætlað er að grásleppuvertíðin hafi skilað um 1,5 milljörðum króna í aflaverðmæti, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda sagði í samtali við Fiskifréttir.
Vertíðinni lauk í ágúst þegar veiðar kláruðust í innanverðum Breiðafirði. Alls voru framleiddar 12.152 tunnur af grásleppuhrognum á vertíðinni. Mest barst af grásleppu á land í Stykkishólmi á vertíðinni eða sem samsvaraði 1.238 tunnum af hrognum. Næst kom Vopnafjörður með 910 tunnur og Drangsnes var í þriðja sæti með 894 tunnur.
Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.