Togarinn Kleifaberg sem Brim hf. gerir út náði þeim ótrúlega árangri að ná að veiða 11.246 tonn af botnfiski á nýliðnu ári. Það er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að skipið er komið vel til ára sinna, smíðað fyrir 40 árum. Vakin er athygli á þessu á vefnum aflafrettir.is. Skipstjórar á skipinu eru Víðir Jónsson og Sæmundur Árnasson.

Með þessum árangri varð Kleifabergið næstaflahæsti botnfisktogarinn í flotanum á árinu.  Um tíma leit út fyrir að Kleifabergið yrði aflahæsti togarinn en síðar kom í ljós að Brimnes RE, sem er í eigu sömu útgerðar, hafði vinninginn með 11.887 tonna afla. Það ber þó að nefna að 4.500 tonn af afla Brimnessins var makríll en Kleifabergið var eingöngu á botnfiskveiðum.

Sjá nánar á vefnum aflafrettir.is