Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark fyrir grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 verði ekki meira en 4805 tonn.
Ráðgjöf síðasta árs var 5487 tonn en þá varð heildaraflinn 4519 tonn. Aflinn hefur verið lægri en ráðgjöfin síðan 2015 þegar ráðgjöfin hljóðaði upp á 6200 tonn og aflinn varð 6357 tonn.
Jafnframt leggur hún til að upphafsaflamark fiskveiðiársins 2019/2020 verði 1392 tonn.
„Í samræmi við ráðgjafarreglu veitti Hafrannsóknastofnunin í apríl 2018 ráð um upphafsaflamark fyrir grásleppu, 1557 tonn, byggt á niðurstöðum stofnmælingar botnfiska sama ár,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.
„Endanleg ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildaraflamark fyrir grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 byggir á þeirri vísitölu auk stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2019. Niðurstöður mælinga ársins 2019 liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 6,2 sem er heldur lægra gildi en mældist á sama tíma í fyrra (6,9).“
Á vef stofunarinnar er að finna bæði nýju ráðgjöfina og tækniskýrslu .