Langlíklegast þykir að hlýnun sjávar hafi stuðlað að minnkun loðnustofnsins á síðustu árum en ekki er fullljóst á hvern hátt það hefur gerst.
Á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar í síðustu viku kom fra í erindi Ólafs Karvels Pálssonar fiskifræðings að ein tilgátan væri sú að aukið streymi hlýsjávar norður fyrir land hafi leitt til þess að stærri hluti seiðaárgangs loðnunnar hafi farið þá leið síðan árið 2003. Þar berist seiðin svo inn í vestlægan straum sem flytji þau til Grænlands og hluti þeirra flytjist suður með strönd Austur-Grænlands, vestur fyrir Hvarf, yfir til vesturstrandar Grænlands og jafnvel lengra. Væri þetta raunin væri óvíst að seiðin ættu afturkvæmt í íslenskt vistkerfi.
Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.