Eitt fullkomnasta hafrannsóknaskip heims er í smíðum hjá Vard skipasmíðastöðinni í Noregi. Nina Jensen sagði frá þessu skipi á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum.
„Meðal þeirrar tækni sem verður um borð er tækjabúnaður sem hvergi er að finna í neinu rannsóknarskipi á jörðinni enn sem komið er,“ sagði Nina Jensen, framkvæmdastjóri hjá REV Ocean, á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum sem haldin var fyrir skemmstu.
REV Ocean er í eigu norska auðkýfingsins Kjell Inge Røkke, sem nú er að láta smíða eitt fullkomnasta hafrannsóknaskip heims. Skipið verður 183 metra langt, ríkulega búið nýjustu tækni og mun bæði vísindamönnum, sérfræðingum og áhugafólki um hafið standi til boða að nýta það ókeypis til rannsókna. Um borð verða allt að 90 manns, þar af tugir vísindamanna. Einnig verður hægt að leigja skipið til sérverkefna.
„Hvað getur verið betra en að tengja verndun, ástríðu og hæfileika við iðnjöfur og kapítalista sem hefur nánast alltaf náð árangri með þau fyrirtæki sem hann hefur sett á stofn?“ spurði Jensen, en hún er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Røkke er einn ríkasti maður Noregs. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru eignir hans metnar á 5,4 milljarða norskra króna, eða um það bil 80 milljarða króna. Hann hóf feril sinn með því að selja fisk beint úr bát við bryggju í Seattle í Bandaríkjunum, sneri síðan aftur Noregs þar sem hann byggði upp skipaveldi sitt. Hann þótti vægðarlaus í viðskiptum og skapaði sér óvinsældir en árið 2017 tók hann ákvörðun um að gefa helming auðæfa sinna til samfélagsins. Þar á meðal færi drjúgur hlutur til hafrannsóknaverkefnisins sem hefur það yfirlýsta markmið „að gera heilbrigð á ný“.
Leita lausna
Jensen sagði það skilyrði að rannsóknir um borð í skipinu verði lausnamiðaðar, þær eigi að snúast um að finna lausnir á þeim vandamálum sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi hafið. Forgangsverkefnin í fyrirhuguðum rannsóknum skiptist í þrjú meginsvið: Loftslagsbreytingar, ofveiði og plastmengun. Markmiðin verði að sama skapi þríþætt: að draga úr mengun, draga úr ofveiði og draga úr plastmengun.
„Ekkert er mikilvægara en hafið,“ segir hún. „Hafið útvegar okkur matinn sem við borðum, orkuna sem við notum, súrefnið sem við öndum að okkur, það stýrir andrúmsloftinu og býr yfir óþrjótandi tækifærum til að leysa mörg þeirra vandamála hvað varðar sjálfbærni sem heimurinn stendur frammi fyrir.“
Í máli hennar kom fram að undanfarin 40 ár hafi meira en 40 prósent af lífríki hafsins glatast, og þar vísar hún í skýrslu frá WWF um Living Planet, og „í grunninn erum við að nota höfin sem risastóran ruslahaug. Ástandið er að versna vegna ofveiði, loftslagsbreytinga og mengunar. Við vitum að nú þegar eru þrír af hverjum fjórum fiskstofnum eru annað hvort að hruni komnir eða eru nýttir til hins ítrasta.
Beint streymi
Um borð verða meðal annars lítill kafbátur, neðansjávardrónar og þyrlur ásamt fullkomnar rannsóknarstofum, en að auki segir Jensen stefnt að því að vera með beint streymi frá rannsóknum þannig að fólk víðs vegar um heim geti fylgst með.
„Við erum stödd í miðri fjórðu iðnbyltingunni sem hefur á síðustu tveimur áratugum gert nýja tækni tiltæka og gert okkur kleift að kortleggja og uppgötva í höfunum hluti sem áður var ekki hægt að komast að,“ segir Jensen.
Jafnframt er mikil áhersla lögð á að tengja saman og opna gagnagrunna sem til eru um rannsóknir er tengjast hafinu. Hún segir að í heiminum séu nú til meira en 200 opnir gagnagrunnar um hafið og þar til viðbótar séu þúsundir lokaðra gagnagrunna eða vefsíðna með gögnum.
„Engin ástæða er til þess að skiptast ekki á gögnum úr þeim,“ segir hún. „Erfiðleikarnir eru þó auðvitað þeir að gögnin eru á mismunandi formi sem ekki er endilega auðvelt að sameina. Einnig þarf flókna tækni til að nota þessi gögn þannig að framsetningin verði skiljanleg.“
Eitt fullkomnasta hafrannsóknaskip heims er í smíðum hjá Vard skipasmíðastöðinni í Noregi. Nina Jensen sagði frá þessu skipi á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum.
„Meðal þeirrar tækni sem verður um borð er tækjabúnaður sem hvergi er að finna í neinu rannsóknarskipi á jörðinni enn sem komið er,“ sagði Nina Jensen, framkvæmdastjóri hjá REV Ocean, á ráðstefnunni North Atlantic Seafood Forum sem haldin var fyrir skemmstu.
REV Ocean er í eigu norska auðkýfingsins Kjell Inge Røkke, sem nú er að láta smíða eitt fullkomnasta hafrannsóknaskip heims. Skipið verður 183 metra langt, ríkulega búið nýjustu tækni og mun bæði vísindamönnum, sérfræðingum og áhugafólki um hafið standi til boða að nýta það ókeypis til rannsókna. Um borð verða allt að 90 manns, þar af tugir vísindamanna. Einnig verður hægt að leigja skipið til sérverkefna.
„Hvað getur verið betra en að tengja verndun, ástríðu og hæfileika við iðnjöfur og kapítalista sem hefur nánast alltaf náð árangri með þau fyrirtæki sem hann hefur sett á stofn?“ spurði Jensen, en hún er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Røkke er einn ríkasti maður Noregs. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru eignir hans metnar á 5,4 milljarða norskra króna, eða um það bil 80 milljarða króna. Hann hóf feril sinn með því að selja fisk beint úr bát við bryggju í Seattle í Bandaríkjunum, sneri síðan aftur Noregs þar sem hann byggði upp skipaveldi sitt. Hann þótti vægðarlaus í viðskiptum og skapaði sér óvinsældir en árið 2017 tók hann ákvörðun um að gefa helming auðæfa sinna til samfélagsins. Þar á meðal færi drjúgur hlutur til hafrannsóknaverkefnisins sem hefur það yfirlýsta markmið „að gera heilbrigð á ný“.
Leita lausna
Jensen sagði það skilyrði að rannsóknir um borð í skipinu verði lausnamiðaðar, þær eigi að snúast um að finna lausnir á þeim vandamálum sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi hafið. Forgangsverkefnin í fyrirhuguðum rannsóknum skiptist í þrjú meginsvið: Loftslagsbreytingar, ofveiði og plastmengun. Markmiðin verði að sama skapi þríþætt: að draga úr mengun, draga úr ofveiði og draga úr plastmengun.
„Ekkert er mikilvægara en hafið,“ segir hún. „Hafið útvegar okkur matinn sem við borðum, orkuna sem við notum, súrefnið sem við öndum að okkur, það stýrir andrúmsloftinu og býr yfir óþrjótandi tækifærum til að leysa mörg þeirra vandamála hvað varðar sjálfbærni sem heimurinn stendur frammi fyrir.“
Í máli hennar kom fram að undanfarin 40 ár hafi meira en 40 prósent af lífríki hafsins glatast, og þar vísar hún í skýrslu frá WWF um Living Planet, og „í grunninn erum við að nota höfin sem risastóran ruslahaug. Ástandið er að versna vegna ofveiði, loftslagsbreytinga og mengunar. Við vitum að nú þegar eru þrír af hverjum fjórum fiskstofnum eru annað hvort að hruni komnir eða eru nýttir til hins ítrasta.
Beint streymi
Um borð verða meðal annars lítill kafbátur, neðansjávardrónar og þyrlur ásamt fullkomnar rannsóknarstofum, en að auki segir Jensen stefnt að því að vera með beint streymi frá rannsóknum þannig að fólk víðs vegar um heim geti fylgst með.
„Við erum stödd í miðri fjórðu iðnbyltingunni sem hefur á síðustu tveimur áratugum gert nýja tækni tiltæka og gert okkur kleift að kortleggja og uppgötva í höfunum hluti sem áður var ekki hægt að komast að,“ segir Jensen.
Jafnframt er mikil áhersla lögð á að tengja saman og opna gagnagrunna sem til eru um rannsóknir er tengjast hafinu. Hún segir að í heiminum séu nú til meira en 200 opnir gagnagrunnar um hafið og þar til viðbótar séu þúsundir lokaðra gagnagrunna eða vefsíðna með gögnum.
„Engin ástæða er til þess að skiptast ekki á gögnum úr þeim,“ segir hún. „Erfiðleikarnir eru þó auðvitað þeir að gögnin eru á mismunandi formi sem ekki er endilega auðvelt að sameina. Einnig þarf flókna tækni til að nota þessi gögn þannig að framsetningin verði skiljanleg.“