Fréttavefurinn Undercurrentnews.com skýrir frá þessu. Samkomulagið var undirritað í Bergen í Noregi.

ICES gaf út ráðgjöf sína 28. september síðastliðinn, og lagði þar til að veiðin árið 2019 yrði ekki meiri en 318.403 tonn. Þetta er 42 prósent minna en ráðgjöfin fyrir 2018 hljóðaði upp á. Árið 2018 hljóðaði ráðgjöfin upp á 550.948 tonn en 2017 nam hún 857.185 tonnum.

Samtals höfðu allar makrílveiðiþjóðirnar, að Íslandi meðtöldu, sett sér einhliða kvóta upp á rétt rúmlega eina milljón tonna fyrir árið 2018.

Ekkert heildarsamkomulag hefur náðst milli þjóðanna um makrílveiðar árum saman og heildarveiðin verið tugi prósenta yfir ráðgjöf ICES.