Hafrannsóknarstofnun tekur nú þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni á örplasti í umhverfinu. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.
„Nýlega var komið fót alþjóðlegu samvinnuverkefni til að styrkja samvinnu í örplastsrannsóknum en verkefnið styrkt af uppbyggingarsjóði EES og Noregs. Egill Antonsson, sérfræðingur í umhverfisvöktun, er fulltrúi Hafrannsóknastofnunar í verkefninu.
Markmið verkefnisins er að bæta rannsóknarinnviði og styrkja samvinnu milli vísindamanna í Eistlandi, Finnlandi, Íslandi og Lettlandi á sviði rannsókna á örplasti í umhverfinu. Verkefnið er vettvangur fyrir þverfaglega umræðu og er ætlunin að leggja drög að frekara samstarfi í örplastsrannsóknum.
Fyrsti fundur hópsins var haldinn á Íslandi og voru umræður frjóar um áherslur í örplastsrannsóknum og gafst þátttakendum færi á bera saman bækur sínar. Fyrsta aðgerð samstarfsaðila var vettvangsferð til Meðalfellsvatns í Kjós þar sem sýnatökuaðferðir á örplasti frá yfirborðsvatni og meðferð tækja til örplastsýnatöku var æfð,“ segir á hafro.is.
Hafrannsóknarstofnun tekur nú þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni á örplasti í umhverfinu. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.
„Nýlega var komið fót alþjóðlegu samvinnuverkefni til að styrkja samvinnu í örplastsrannsóknum en verkefnið styrkt af uppbyggingarsjóði EES og Noregs. Egill Antonsson, sérfræðingur í umhverfisvöktun, er fulltrúi Hafrannsóknastofnunar í verkefninu.
Markmið verkefnisins er að bæta rannsóknarinnviði og styrkja samvinnu milli vísindamanna í Eistlandi, Finnlandi, Íslandi og Lettlandi á sviði rannsókna á örplasti í umhverfinu. Verkefnið er vettvangur fyrir þverfaglega umræðu og er ætlunin að leggja drög að frekara samstarfi í örplastsrannsóknum.
Fyrsti fundur hópsins var haldinn á Íslandi og voru umræður frjóar um áherslur í örplastsrannsóknum og gafst þátttakendum færi á bera saman bækur sínar. Fyrsta aðgerð samstarfsaðila var vettvangsferð til Meðalfellsvatns í Kjós þar sem sýnatökuaðferðir á örplasti frá yfirborðsvatni og meðferð tækja til örplastsýnatöku var æfð,“ segir á hafro.is.