Nýtt samkomulag um aðgerðir gegn ólöglegum veiðum og vanreiknuðum aflaskýrslum gengur í gildi 5. júní næstkomandi. Samkvæmt því ber stjórnvöldum í viðkomandi löndum að ganga úr skugga um að allur landaður afli í höfnum þeirra hafi verið veiddur með löglegum hætti.
Að mati FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, nema ólöglegar veiðar, vantalinn afli eða afli úr stjórnlausum veiðum um 26 milljónum tonna á ári.
Alls 57 ríki (þar á meðal ríki Evrópusambandsins) hafa nú þegar undirritað samkomulagið sem á ensku heitir Port States Mesasures Agreement (PSMA). Það þýðir augljóslega ekki að ólögum veiðum hafi verið útrýmt en hefur í för með sér að þeir sem stunda ólöglegar veiðar þurfa að sigla lengra en áður til þess að losna við aflann og sækja sér eldsneyti og vistir. Þróunarlönd standa verst að vígi gagnvart þessu athæfi því þær skortir fjármagn og þekkingu til þess að sporna við því. FAO áformar að veita þeim aukinn stuðning í þessu efni.
Plast og annar úrgangur í hafinu ógna einnig lífríki hafsins. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá aðalritara Sameinuðu þjóðanna er það metið svo að árið 2050 muni plastúrgangur í sjónum vegna þyngra en fiskistofnarnir.