Eskja á Eskifirði hefur selt frystiskipið Aðalstein Jónsson II SU til Grænlands. Kaupandi er grænlenska útgerðarfélagið Arctic Prime Fisheries sem Brim hf. á þriðunugs hlut í. Reiknað er með að uppsjávarskipið Qavak gangi upp í kaupin, að því er fram kemur á mbl.is.

Eskja tók í vetur í notkun nýtt og fullkomið frystihús til vinnslu á uppsjávarfiski og keypti samhliða því stórt norskt uppsjávarskip, Libas, sem fengið hefur nafnið Aðalsteinn Jónsson SU. Þar með var ekki þörf fyrir frystiskipið Aðalstein Jónsson lengur og hefur það verið á söluskrá síðan.