„Það er óvenjulegt að engin alvöru loðnuganga skuli hafa fundist hingað til. Vissulega hefur það gerst áður að gangan hafi látið sér standa fyrir austan, að komið hafi smávegis af loðnu  fyrst og svo öflugri ganga síðar, en oftast hefur verið búið að finna aðalgönguna fyrir þennan tíma,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur á Hafrannsóknstofnun í samtali við Fiskifréttir.

„Reyndar hafa komið þær vertíðar að aðalgangan hefur skilað sér upp að landinu vestanverðu en mjög lítið af loðnu farið austur fyrir. Vestursvæðið hefur ekkert verið kannað að þessu sinni svo við vitum ekkert um það,“ segir Sveinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag .